Umsókn um skólavist

Umsókn verður send til: Akureyri

Upplýsingar um leikskóla er að finna hér
Systkini í skóla


Umsókn í leikskóla

Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð. Mikilvægt er að umsóknin um leikskóla sé nákvæmlega útfyllt. Ef foreldrar vilja breyta upplýsingum á umsókn þarf að skrá nýja.

Aðalinnritun í leikskóla fer fram í mars / apríl ár hvert. Mikilvægt er að umsókn hafi verið skráð fyrir 1. febrúar það ár sem óskað er eftir að barn innritist í leikskóla.

Innritun í leikskóla felst í að foreldrum barna á umsóknarlista er sent innritunarbréf. Í innritunarbréfinu koma m.a. fram upplýsingar um í hvaða leikskóla foreldrum býðst að innrita barn sitt og byrjunardagsetning.

Öllum foreldrum er heimilt að sækja um leikskóla fyrir börn sín á Akureyri, óháð lögheimili, en lögheimili á Akureyri er skilyrði þess að barn geti hafið leikskólagöngu sína.

Hægt er að sækja um tímabundna undanþágu vegna skólagöngu í leikskóla utan lögheimilissveitarfélags enda liggi fyrir gildar ástæður s.s. námsdvöl foreldra. Leggja þarf fram samþykki lögheimilissveitarfélags um greiðslu á hlut þess í leikskólagjaldinu samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt samþykki Akureyrarbæjar um undanþágu frá lögheimili.

Forgangur
Hægt er að óska eftir forgangi í leikskóla vegna:
a. barna með sérþarfir. Greining þarf að vera fyrirliggjandi frá viðurkenndum greiningaraðilum s.s. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sálfræðingum eða barnalæknum.
b. barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður samkvæmt mati fjölskyldudeildar og lækna.
c. annarra aðstæðna. Forgangsbeiðnir skulu berast skriflegar og rökstuddar gögnum.

Matshópur á fræðslu-og lýðheilsusviði metur beiðnir um forgang sem berast.Upplýsingar um leikskóla er að finna: